Leysum leikskólavandann Eyþór Arnalds skrifar 15. janúar 2018 07:00 Börn hafa ítrekað verið send heim af leikskólum Reykjavíkur vegna manneklu að undanförnu. Aðlögun barna hefur verið skert og deildir hafa lokað. Aðeins helmingur leikskóla í Reykjavík eru fullmannaðir. Enn vantar 46 stöðugildi og hundruð leikskólabarna hafa þurft að vera heima vegna þessa ástands. Þá er skortur á dagforeldrum sömuleiðis mikill í Reykjavík og margir foreldrar flytja yfir í önnur sveitarfélög vegna þessa. Vandinn er því bæði raunverulegur og mikill. Þetta þarf að leysa. Reykvískir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykjavíkurborgar að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín. Þeir eiga ekki að búa við það óöryggi að þurfa að fara úr vinnu fyrirvaralaust vegna undirmönnunar í leikskólunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar aldrei haft eins miklar tekjur og nú. Mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar stendur yfir og hefur Reykjavík því notið stóraukinna tekna bæði af útsvari, ferðamönnum og hækkandi fasteignasköttum. Stjórnkerfi Reykjavíkur hefur stækkað mikið samhliða þessu og er orðið bæði dýrt og óskilvirkt. Það þarf að hagræða í yfirbyggingu stjórnkerfis borgarinnar og fjármagna þannig lausn leikskólavandans. Fordæmi eru fyrir því að skera niður í stjórnkerfinu og skila þeim ávinningi til íbúanna. Þegar ég var oddviti í Árborg var stjórnunarkostnaður skorinn verulega niður og þjónusta við íbúana aukin meðal annars með opnun leikskólarýma sem á fyrra kjörtímabili hafði verið lokað í sparnaðarskyni. Það er því hægt að leysa leikskólavandann án þess að skuldsetja borgina meira en orðið er. Ég ætla að taka til á kostnaðarhliðinni þar sem bruðl og óþarfa yfirbygging er fyrir hendi – og skila ávinningnum til íbúanna með betri þjónustu.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Börn hafa ítrekað verið send heim af leikskólum Reykjavíkur vegna manneklu að undanförnu. Aðlögun barna hefur verið skert og deildir hafa lokað. Aðeins helmingur leikskóla í Reykjavík eru fullmannaðir. Enn vantar 46 stöðugildi og hundruð leikskólabarna hafa þurft að vera heima vegna þessa ástands. Þá er skortur á dagforeldrum sömuleiðis mikill í Reykjavík og margir foreldrar flytja yfir í önnur sveitarfélög vegna þessa. Vandinn er því bæði raunverulegur og mikill. Þetta þarf að leysa. Reykvískir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykjavíkurborgar að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín. Þeir eiga ekki að búa við það óöryggi að þurfa að fara úr vinnu fyrirvaralaust vegna undirmönnunar í leikskólunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar aldrei haft eins miklar tekjur og nú. Mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar stendur yfir og hefur Reykjavík því notið stóraukinna tekna bæði af útsvari, ferðamönnum og hækkandi fasteignasköttum. Stjórnkerfi Reykjavíkur hefur stækkað mikið samhliða þessu og er orðið bæði dýrt og óskilvirkt. Það þarf að hagræða í yfirbyggingu stjórnkerfis borgarinnar og fjármagna þannig lausn leikskólavandans. Fordæmi eru fyrir því að skera niður í stjórnkerfinu og skila þeim ávinningi til íbúanna. Þegar ég var oddviti í Árborg var stjórnunarkostnaður skorinn verulega niður og þjónusta við íbúana aukin meðal annars með opnun leikskólarýma sem á fyrra kjörtímabili hafði verið lokað í sparnaðarskyni. Það er því hægt að leysa leikskólavandann án þess að skuldsetja borgina meira en orðið er. Ég ætla að taka til á kostnaðarhliðinni þar sem bruðl og óþarfa yfirbygging er fyrir hendi – og skila ávinningnum til íbúanna með betri þjónustu.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar