Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:31 Geir fær að líta gula spjaldið í kvöld. vísir/ernir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44