Einkunnir Íslands: Ólafur og Aron bestu menn íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2018 22:45 Hart tekið á móti Ólafi Guðmyndssyni í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22. HB Statz og Vísir munu birta einkunnir, tölfræði og umsagnir um leikmenn Íslands á meðan EM í Króatíu stendur en hér fyrir neðan má sjá einkunnir strákanna okkar fyrir frammistöðuna gegn Króötum.Ólafur Guðmundsson 6,9 Mörk (skot): 3 (3) Skotnýting: 100% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 6Umsögn: Var besti leikmaður íslenska liðsins á báðum endum vallarins. Hann var frábær í varnarleiknum en fékk talsvert mikla hvíld í sókninni sem var ofureðlilegt enda erfiður leikur framundan. Hann er klárlega sá leikmaður sem sýnt hefur hvað mestar framfarir á milli móta. Hann er að nálgast þann styrk sem menn voru að vonast eftir að hann myndi náð með íslenska landsliðinu. Það er frábært fyrir framhaldið enda erfiður leikur framundan á móti Serbíu og þar þarf hann að eiga sinn besta leik til að sigur vinnist. Aron Pálmarsson 6,9 Mörk (skot): 5 (10) Skotnýting: 50% Sköpuð færi (stoðsendingar): 5 (3) Tapaðir boltar: 3 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn:Var frábær í fyrri hálfleik. Hann dró vagninn fyrir íslenska liðið og bar liðið á herðum sér. Öflugur í varnarleiknum. Í seinni hálfleik missti hann svolítið hausinn og náði ekki að draga menn með sér eins og hann gerði í þeim fyrri. Hann lítur samt afar vel út fyrir framhaldið. Aron mætti gjarnan fá meiri hjálp frá félögum sínum viljum við fá frá honum fleiri mörk.Arnór Þór Gunnarsson 6,5 Mörk (skot): 4 (4) Skotnýting: 100% Tapaðir boltar: 0Umsögn:Skilaði sínu vel í leiknum. Hann skoraði þrjú mörk úr vítaköstum og eitt úr hröðu upphlaupi. Var alls ekki á sama dampi og hann var í leiknum gegn Svíum. Honum til vorkunnar var að hann fær lítið af sendingum út í horn og lítil hætta skapaðist af honum í skotum af teig. Hann er hinsvegar með karakter upp á tíu.Rúnar Kárason 6,0 Mörk (skot): 2 (3) Skotnýting: 67% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Kom seint til leiks og var hvíldur. Hentar illa gegn framliggjandi vörnum. Átti frábæra innkomu í síðari hálfleik og sýndi þá hvers er að vænta í næstu leikjum.Ásgeir Örn Hallgrímsson 6,0 Mörk (skot): 0 (1) Skotnýting: 0% Sköpuð færi (stoðsendingar): 3 (2) Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 1 Stolnir boltar: 1 Blokk (varin skot): 2Umsögn: Er langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Varnarleikur hans í þessum tveimur leikjum gegn Svíum og Króötum er algjörlega til fyrirmyndar. Hefur lítið fengið að spreyta sig í sókninni en það vita allir hvað hann getur en auðvitað þarf hann að sýna okkur að hann sé þessi leikmaður sem eigi að vera í þessari stöðu fyrir utan. Það er innistaða fyrir því hjá honum.Arnar Freyr Arnarsson 5,9 Mörk (skot): 1 (2) Skotnýting: 50% Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 1 Fiskuð víti: 2 Blokk (varin skot): 1Umsögn:Skilaði sínu verki mjög vel í vörninni og er í framför frá því í haust. Hann nýtir færin sín afar illa af línunni og verður að grípa meira af þeim sendingum sem hann fær. Það er eitthvað sem þarf að laga og kemur vonandi með meiri reynslu og fleiri leikjum.Janus Daði Smárason 5,9 Mörk (skot): 3 (5) Skotnýting: 60% Tapaðir boltar: 4 Löglegar stöðvanir: 3 Fiskuð víti: 1Umsögn: Er einn af þeim leikmönnum sem voru kallaðir vonarstjörnur mótsins. Gríðarlega kraftmikill og hæifleikaríkur en á köflum algjörlega agalaus í sínum leik. Þarf að lágmarka þessi mistök sem hann gerir því tæknifeilarnir eru of margir hjá honum í hverjum leik. Í fyrri hálfleik sýndi hann á köflum hversu góður hann er. Frábærar sendingar og óttalaus.Ómar Ingi Magnússon 5,8 Mörk (skot): 3 (4) Skotnýting: 75% Tapaðir boltar: 1Umsögn:Átti fínan fyrri hálfleik en líkt og Janus þá gerir hann of mikið af vitleysum. Það er ljóst að honum skortir reynslu á stóra sviðinu og gegn Króatíu þá var hann því miður númeri of lítill. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta því Ómar á bara eftir að verða betri.Bjarki Már Gunnarsson 5,5 Mörk (skot): 0 (0) Löglegar stöðvanir: 6Umsögn: Átti nokkrar stöðvanir en var allt of oft að láta grípa sig í bólinu. Skrefinu á eftir ótrúlega oft og ekki að klára brotin sín. Getur betur og veit það manna best.Ýmir Örn Gíslason 5,2 Mörk (skot): 0 (0) Löglegar stöðvanir: 2Umsögn: Varnarmaðurinn sterki úr Val hefur fengið fáar mínútur á mótinu. Framtíðarmaður og Evrópumótið í Króatíu fer í reynslubankann hjá honum. Leikmaður sem á eftir að láta til sín taka á næstu árum.Bjarki Már Elísson 5,1 Mörk (skot): 0 (0) Tapaðir boltar: 1 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Er einn af þeim leikmönnum sem gert hefur tilkall til að fá fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Auðvitað hafa tækifærin ekki verið mörg sem hann hefur fengið og hann hefur engan veginn náð að nýta þessi tækfæri. Hæfileikarnir leka af honum og hann á mikið inni.Björgvin Páll Gústavsson 5,0 Varin (skot): 7/1 (31/7) Hlutfallsmarkvarsla: 22,6%Umsögn:Byrjaði leikinn mjög vel og átti prýðisgóðan fyrri hálfleik. Lenti síðan í vandræðum með frábærar skyttur króatíska liðsins kannski fyrst og síðast vegna þess að íslenska vörnin opnaðist oft illa og Króatar fengu nánast frítt spil þegar þeir skutu á markið.Guðjón Valur Sigurðsson 5,0 Mörk (skot): 1 (3) Skotnýting: 33% Tapaðir boltar: 1 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Var hvíldur í fyrri hálfleik sem líklega var skynsamlegt. Hann komst aldrei í takt við leikinn þegar hann kom inná í seinni hálfleik. Guðjón er oft bestur og nýtist best þegar hann spilar í 60 mínútur og það er enginn að trufla hann.Ágúst Elí Björgvinsson 4,8 Varin (skot): 1 (6) Hlutfallsmarkvarsla: 16,7%Umsögn:Er einn okkar efnilegasti markvörður. Hann fær nú tækifæri á stóra sviðinu í fyrsta sinn og verður ekki dæmdur af fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins. Það er hins vegar himinn og haf á milli Olís-deildar karla og Evrópumótsins í Króatíu. Þar eru gæðin allt önnur.Kári Kristjánsson 4,7 Mörk (skot): 0 (0) Tapaðir boltar: 2Umsögn: Hefur verið einn besti maðurinn í liði ÍBV í vetur en náði ekki að nýta tækifærið sitt gegn Króatíu í kvöld. Hans starf er að grípa boltann en það gerði hann ekki í kvöld, því miður. EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22. HB Statz og Vísir munu birta einkunnir, tölfræði og umsagnir um leikmenn Íslands á meðan EM í Króatíu stendur en hér fyrir neðan má sjá einkunnir strákanna okkar fyrir frammistöðuna gegn Króötum.Ólafur Guðmundsson 6,9 Mörk (skot): 3 (3) Skotnýting: 100% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 6Umsögn: Var besti leikmaður íslenska liðsins á báðum endum vallarins. Hann var frábær í varnarleiknum en fékk talsvert mikla hvíld í sókninni sem var ofureðlilegt enda erfiður leikur framundan. Hann er klárlega sá leikmaður sem sýnt hefur hvað mestar framfarir á milli móta. Hann er að nálgast þann styrk sem menn voru að vonast eftir að hann myndi náð með íslenska landsliðinu. Það er frábært fyrir framhaldið enda erfiður leikur framundan á móti Serbíu og þar þarf hann að eiga sinn besta leik til að sigur vinnist. Aron Pálmarsson 6,9 Mörk (skot): 5 (10) Skotnýting: 50% Sköpuð færi (stoðsendingar): 5 (3) Tapaðir boltar: 3 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn:Var frábær í fyrri hálfleik. Hann dró vagninn fyrir íslenska liðið og bar liðið á herðum sér. Öflugur í varnarleiknum. Í seinni hálfleik missti hann svolítið hausinn og náði ekki að draga menn með sér eins og hann gerði í þeim fyrri. Hann lítur samt afar vel út fyrir framhaldið. Aron mætti gjarnan fá meiri hjálp frá félögum sínum viljum við fá frá honum fleiri mörk.Arnór Þór Gunnarsson 6,5 Mörk (skot): 4 (4) Skotnýting: 100% Tapaðir boltar: 0Umsögn:Skilaði sínu vel í leiknum. Hann skoraði þrjú mörk úr vítaköstum og eitt úr hröðu upphlaupi. Var alls ekki á sama dampi og hann var í leiknum gegn Svíum. Honum til vorkunnar var að hann fær lítið af sendingum út í horn og lítil hætta skapaðist af honum í skotum af teig. Hann er hinsvegar með karakter upp á tíu.Rúnar Kárason 6,0 Mörk (skot): 2 (3) Skotnýting: 67% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Kom seint til leiks og var hvíldur. Hentar illa gegn framliggjandi vörnum. Átti frábæra innkomu í síðari hálfleik og sýndi þá hvers er að vænta í næstu leikjum.Ásgeir Örn Hallgrímsson 6,0 Mörk (skot): 0 (1) Skotnýting: 0% Sköpuð færi (stoðsendingar): 3 (2) Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 1 Stolnir boltar: 1 Blokk (varin skot): 2Umsögn: Er langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Varnarleikur hans í þessum tveimur leikjum gegn Svíum og Króötum er algjörlega til fyrirmyndar. Hefur lítið fengið að spreyta sig í sókninni en það vita allir hvað hann getur en auðvitað þarf hann að sýna okkur að hann sé þessi leikmaður sem eigi að vera í þessari stöðu fyrir utan. Það er innistaða fyrir því hjá honum.Arnar Freyr Arnarsson 5,9 Mörk (skot): 1 (2) Skotnýting: 50% Tapaðir boltar: 0 Löglegar stöðvanir: 1 Fiskuð víti: 2 Blokk (varin skot): 1Umsögn:Skilaði sínu verki mjög vel í vörninni og er í framför frá því í haust. Hann nýtir færin sín afar illa af línunni og verður að grípa meira af þeim sendingum sem hann fær. Það er eitthvað sem þarf að laga og kemur vonandi með meiri reynslu og fleiri leikjum.Janus Daði Smárason 5,9 Mörk (skot): 3 (5) Skotnýting: 60% Tapaðir boltar: 4 Löglegar stöðvanir: 3 Fiskuð víti: 1Umsögn: Er einn af þeim leikmönnum sem voru kallaðir vonarstjörnur mótsins. Gríðarlega kraftmikill og hæifleikaríkur en á köflum algjörlega agalaus í sínum leik. Þarf að lágmarka þessi mistök sem hann gerir því tæknifeilarnir eru of margir hjá honum í hverjum leik. Í fyrri hálfleik sýndi hann á köflum hversu góður hann er. Frábærar sendingar og óttalaus.Ómar Ingi Magnússon 5,8 Mörk (skot): 3 (4) Skotnýting: 75% Tapaðir boltar: 1Umsögn:Átti fínan fyrri hálfleik en líkt og Janus þá gerir hann of mikið af vitleysum. Það er ljóst að honum skortir reynslu á stóra sviðinu og gegn Króatíu þá var hann því miður númeri of lítill. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta því Ómar á bara eftir að verða betri.Bjarki Már Gunnarsson 5,5 Mörk (skot): 0 (0) Löglegar stöðvanir: 6Umsögn: Átti nokkrar stöðvanir en var allt of oft að láta grípa sig í bólinu. Skrefinu á eftir ótrúlega oft og ekki að klára brotin sín. Getur betur og veit það manna best.Ýmir Örn Gíslason 5,2 Mörk (skot): 0 (0) Löglegar stöðvanir: 2Umsögn: Varnarmaðurinn sterki úr Val hefur fengið fáar mínútur á mótinu. Framtíðarmaður og Evrópumótið í Króatíu fer í reynslubankann hjá honum. Leikmaður sem á eftir að láta til sín taka á næstu árum.Bjarki Már Elísson 5,1 Mörk (skot): 0 (0) Tapaðir boltar: 1 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Er einn af þeim leikmönnum sem gert hefur tilkall til að fá fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Auðvitað hafa tækifærin ekki verið mörg sem hann hefur fengið og hann hefur engan veginn náð að nýta þessi tækfæri. Hæfileikarnir leka af honum og hann á mikið inni.Björgvin Páll Gústavsson 5,0 Varin (skot): 7/1 (31/7) Hlutfallsmarkvarsla: 22,6%Umsögn:Byrjaði leikinn mjög vel og átti prýðisgóðan fyrri hálfleik. Lenti síðan í vandræðum með frábærar skyttur króatíska liðsins kannski fyrst og síðast vegna þess að íslenska vörnin opnaðist oft illa og Króatar fengu nánast frítt spil þegar þeir skutu á markið.Guðjón Valur Sigurðsson 5,0 Mörk (skot): 1 (3) Skotnýting: 33% Tapaðir boltar: 1 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Var hvíldur í fyrri hálfleik sem líklega var skynsamlegt. Hann komst aldrei í takt við leikinn þegar hann kom inná í seinni hálfleik. Guðjón er oft bestur og nýtist best þegar hann spilar í 60 mínútur og það er enginn að trufla hann.Ágúst Elí Björgvinsson 4,8 Varin (skot): 1 (6) Hlutfallsmarkvarsla: 16,7%Umsögn:Er einn okkar efnilegasti markvörður. Hann fær nú tækifæri á stóra sviðinu í fyrsta sinn og verður ekki dæmdur af fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins. Það er hins vegar himinn og haf á milli Olís-deildar karla og Evrópumótsins í Króatíu. Þar eru gæðin allt önnur.Kári Kristjánsson 4,7 Mörk (skot): 0 (0) Tapaðir boltar: 2Umsögn: Hefur verið einn besti maðurinn í liði ÍBV í vetur en náði ekki að nýta tækifærið sitt gegn Króatíu í kvöld. Hans starf er að grípa boltann en það gerði hann ekki í kvöld, því miður.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira