NFL: Sjáðu lokasókn Vikinganna sem tókst að tryggja sér sigur á ótrúlegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:00 Stefon Diggs er hér fagnað af félaga sínum eftir að hann tryggði Minnesota Vikings sigurinn. Vísir/Getty Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira