Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. janúar 2018 19:00 Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en snjóflóð féllu á vegi fyrir vestan síðustu nótt. Lægðin sem gekk yfir landið í gær gengur aftur inn á land með hvassviðri og áfram er spáð snjókomu og skafrenningi. Fyrir og um síðustu helgi var það hlýtt á Vestfjörðum að snjóþekjan í fjalllendi hlýnaði og blotnaði víða. Síðan þá hefur kólnað og bætt í snjó sem búast má við að geti orðið óstöðugur. Því lýsti sjónflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem hættan er talin mikil. Einnig var lýst yfir óvissustigi á utanverðum Tröllaskaga þar sem töluverð hætta er talin á snjóflóðum og einnig er viðvörun á Austfjörðum. Snjóflóð féllu á vegi um Súðavíkurhlíð, Súgandafjörð og Gemlufallsheiði síðustu nótt og lokuðust vegirnir en Vegagerðin vann að mokstri í dag og opnuðust vegirnir eftir hádegi. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með gangi mála en búist er við því að lægðin sem gekk yfir landið í gær nái aftur til lands í kvöld eða nótt með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samfara versnandi veðri getur hættan á snjóflóðum aukist og fylgist Veðurstofan sérstaklega með hesthúsahverfi á Bolungarvík en eins og staðan sé metin núna er önnur byggð ekki í hættu. Haldi áfram að snjóa og versni veðrið mikið gæti verið gripið til rýmingar þá gæti verið tekin ákvörðun um lokun vega síðar í kvöld vegna snjóflóðahættu. Veður Tengdar fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en snjóflóð féllu á vegi fyrir vestan síðustu nótt. Lægðin sem gekk yfir landið í gær gengur aftur inn á land með hvassviðri og áfram er spáð snjókomu og skafrenningi. Fyrir og um síðustu helgi var það hlýtt á Vestfjörðum að snjóþekjan í fjalllendi hlýnaði og blotnaði víða. Síðan þá hefur kólnað og bætt í snjó sem búast má við að geti orðið óstöðugur. Því lýsti sjónflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem hættan er talin mikil. Einnig var lýst yfir óvissustigi á utanverðum Tröllaskaga þar sem töluverð hætta er talin á snjóflóðum og einnig er viðvörun á Austfjörðum. Snjóflóð féllu á vegi um Súðavíkurhlíð, Súgandafjörð og Gemlufallsheiði síðustu nótt og lokuðust vegirnir en Vegagerðin vann að mokstri í dag og opnuðust vegirnir eftir hádegi. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með gangi mála en búist er við því að lægðin sem gekk yfir landið í gær nái aftur til lands í kvöld eða nótt með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samfara versnandi veðri getur hættan á snjóflóðum aukist og fylgist Veðurstofan sérstaklega með hesthúsahverfi á Bolungarvík en eins og staðan sé metin núna er önnur byggð ekki í hættu. Haldi áfram að snjóa og versni veðrið mikið gæti verið gripið til rýmingar þá gæti verið tekin ákvörðun um lokun vega síðar í kvöld vegna snjóflóðahættu.
Veður Tengdar fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06
Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27