Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. janúar 2018 19:00 Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en snjóflóð féllu á vegi fyrir vestan síðustu nótt. Lægðin sem gekk yfir landið í gær gengur aftur inn á land með hvassviðri og áfram er spáð snjókomu og skafrenningi. Fyrir og um síðustu helgi var það hlýtt á Vestfjörðum að snjóþekjan í fjalllendi hlýnaði og blotnaði víða. Síðan þá hefur kólnað og bætt í snjó sem búast má við að geti orðið óstöðugur. Því lýsti sjónflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem hættan er talin mikil. Einnig var lýst yfir óvissustigi á utanverðum Tröllaskaga þar sem töluverð hætta er talin á snjóflóðum og einnig er viðvörun á Austfjörðum. Snjóflóð féllu á vegi um Súðavíkurhlíð, Súgandafjörð og Gemlufallsheiði síðustu nótt og lokuðust vegirnir en Vegagerðin vann að mokstri í dag og opnuðust vegirnir eftir hádegi. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með gangi mála en búist er við því að lægðin sem gekk yfir landið í gær nái aftur til lands í kvöld eða nótt með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samfara versnandi veðri getur hættan á snjóflóðum aukist og fylgist Veðurstofan sérstaklega með hesthúsahverfi á Bolungarvík en eins og staðan sé metin núna er önnur byggð ekki í hættu. Haldi áfram að snjóa og versni veðrið mikið gæti verið gripið til rýmingar þá gæti verið tekin ákvörðun um lokun vega síðar í kvöld vegna snjóflóðahættu. Veður Tengdar fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en snjóflóð féllu á vegi fyrir vestan síðustu nótt. Lægðin sem gekk yfir landið í gær gengur aftur inn á land með hvassviðri og áfram er spáð snjókomu og skafrenningi. Fyrir og um síðustu helgi var það hlýtt á Vestfjörðum að snjóþekjan í fjalllendi hlýnaði og blotnaði víða. Síðan þá hefur kólnað og bætt í snjó sem búast má við að geti orðið óstöðugur. Því lýsti sjónflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem hættan er talin mikil. Einnig var lýst yfir óvissustigi á utanverðum Tröllaskaga þar sem töluverð hætta er talin á snjóflóðum og einnig er viðvörun á Austfjörðum. Snjóflóð féllu á vegi um Súðavíkurhlíð, Súgandafjörð og Gemlufallsheiði síðustu nótt og lokuðust vegirnir en Vegagerðin vann að mokstri í dag og opnuðust vegirnir eftir hádegi. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með gangi mála en búist er við því að lægðin sem gekk yfir landið í gær nái aftur til lands í kvöld eða nótt með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samfara versnandi veðri getur hættan á snjóflóðum aukist og fylgist Veðurstofan sérstaklega með hesthúsahverfi á Bolungarvík en eins og staðan sé metin núna er önnur byggð ekki í hættu. Haldi áfram að snjóa og versni veðrið mikið gæti verið gripið til rýmingar þá gæti verið tekin ákvörðun um lokun vega síðar í kvöld vegna snjóflóðahættu.
Veður Tengdar fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06
Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27