Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Anton Ingi Leifsson skrifar 15. janúar 2018 18:56 Dómararnir voru í eldlínunni í kvöld. vísir/getty Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu. Ungverjarnir gáfu Spánverjunum hörkuleik, en Spánverjarnir leiddu í hálfleik, 13-12. Áfram var harkan og spennan mikil í síðari hálfleik og lokatölur tveggja marka sigur Spánar, 27-25. Adrian Figueras, Aitor Arino, Alex Dujshebaev og Valero Rivera skoruðu allir fjögur mörk fyrir Spán sem eru með fjögur stig. Bence Banhidi var markahæstur Ungverja með sex mörk, en Zsolt Balogh skoraði fimm. Ungverjar eru án stiga. Spánn og Danmörk mætast í lokaumferðinni, en það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um toppsætið. Í hinni viðureigninni mætast Tékkland og Ungverjaland. Slóvenar og Þjóðverjar gerðu jafntefli 25-25 í æsispennandi leik í C-riðli. Úrslitin réðust algjörlega í blálokin. Sigurmarkið virtist koma fjórar sekúndum fyrir leikslok þegar Blaz Janc skoraði, en dómararnir beittu meðal annars myndbandstækni til þess að skera úr um hvort markið hafi verið löglegt. Það leiddi til þess að þeir sáu brot Slóvena í kjölfar marksins og Þjóðverjarnir fengu vítakast. Blaz Blagotinsek var sendur í sturtu, en hann stóð inn í miðjuhringnum þegar Þjóðverjarnir ætluðu að taka hraða miðju í kjölfar marks Janc. Þjóðverjar fengu því vítakast því brot undr lok leiksins leiðir til vítakasts. Tobias Reichmann fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 25-25 og Slóvenarnir algjörlega brjálaðir, en þeir geta kennt Blaz um þessa vitleysu. Slóvenarnir eru því komnir með eitt stig, en Þjóverjarnir eru með þrjú stig, en Makedónía og Svartfjallaland mætast í kvöld. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja, en markahæstur Slóvena var Miha Zarabec sem átti afar góðan leik. EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu. Ungverjarnir gáfu Spánverjunum hörkuleik, en Spánverjarnir leiddu í hálfleik, 13-12. Áfram var harkan og spennan mikil í síðari hálfleik og lokatölur tveggja marka sigur Spánar, 27-25. Adrian Figueras, Aitor Arino, Alex Dujshebaev og Valero Rivera skoruðu allir fjögur mörk fyrir Spán sem eru með fjögur stig. Bence Banhidi var markahæstur Ungverja með sex mörk, en Zsolt Balogh skoraði fimm. Ungverjar eru án stiga. Spánn og Danmörk mætast í lokaumferðinni, en það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um toppsætið. Í hinni viðureigninni mætast Tékkland og Ungverjaland. Slóvenar og Þjóðverjar gerðu jafntefli 25-25 í æsispennandi leik í C-riðli. Úrslitin réðust algjörlega í blálokin. Sigurmarkið virtist koma fjórar sekúndum fyrir leikslok þegar Blaz Janc skoraði, en dómararnir beittu meðal annars myndbandstækni til þess að skera úr um hvort markið hafi verið löglegt. Það leiddi til þess að þeir sáu brot Slóvena í kjölfar marksins og Þjóðverjarnir fengu vítakast. Blaz Blagotinsek var sendur í sturtu, en hann stóð inn í miðjuhringnum þegar Þjóðverjarnir ætluðu að taka hraða miðju í kjölfar marks Janc. Þjóðverjar fengu því vítakast því brot undr lok leiksins leiðir til vítakasts. Tobias Reichmann fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 25-25 og Slóvenarnir algjörlega brjálaðir, en þeir geta kennt Blaz um þessa vitleysu. Slóvenarnir eru því komnir með eitt stig, en Þjóverjarnir eru með þrjú stig, en Makedónía og Svartfjallaland mætast í kvöld. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja, en markahæstur Slóvena var Miha Zarabec sem átti afar góðan leik.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira