Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Baldur Guðmundsson skrifar 16. janúar 2018 06:00 Köllunarklettsvegur 4. Fréttablaðið/Vilhelm Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira