Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 08:30 Simone Biles. Vísir/Getty Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira