Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2018 19:04 Björgvin í leiknum í kvöld. vísir/ernir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15