„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 20:00 Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán. Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán.
Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent