Skýrsla Henrys: Sturtuðu EM ofan í klósettið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2018 22:00 Strákarnir okkar voru lamdir niður í kvöld og það sveið verulega. vísir/epa Strákarnir okkar eru á heimleið eftir hörmungarkvöld í Split. Okkar menn töpuðu fyrir Serbíu, 29-26. Þriggja marka tapið hefði komið Íslandi áfram ef Króatía hefði unnið Svíþjóð. Af því varð ekki því Svíarnir voru frábærir í kvöld og pökkuðu heimamönnum saman. Ég var ekki með sérstaka tilfinningu fyrir leikinn. Drullustressaður og nagaði neglurnar síðasta klukkutímann fram að leik. Óttaðist að þetta yrði erfitt sem varð raunin. Strákarnir komust yfir 1-0 en síðan tók Serbía frumkvæðið. Leiddi en íslenska liðið var aldrei langt undan. Sóknarleikurinn var samt allt of passífur og hægur taktur í spilinu. Það var ekki sá kraftur í liðinu sem maður var að vonast eftir. Aron var samt loksins að finna línuna og mörk þaðan sem og úr horni. Rúnar og Óli aftur á móti ragir.Aron náði ekki að leiða liðið upp úr riðlinum.vísir/epaVið komumst yfir í 9-8 en það var 12-12 í hálfleik. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Björgvins, hann varði tíu skot í hálfleiknum, þá hefði liðið verið vel undir í hálfleik. Guðjón Valur skoraði sex mörk en aðrir áttu miklu meira inni. Það voru strax batamerki í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar vaknaði til lífsins og strákarnir fóru að keyra upp hraðann. Meiri kraftur í liðinu sem maður saknaði í fyrri hálfleik. Smám saman náðu strákarnir tökum á leiknum og er 18 mínútur lifðu leiks komst liðið í 20-16 og fékk tækifæri til þess að ganga frá leiknum. Tvö hraðaupphlaup fóru í súginn er liðið hefði getað verið að klára leikinn. Í kjölfarið lögðu strákarnir niður vopnin. Hættu að spila sinn bolta. Fóru að verja forskotið og allt fór í baklás. Síðustu 18 mínútur leiksins tapast 13-6 og Serbía vann þriggja marka sigur. Ævintýralegt hrun á öllum sviðum leiksins.Janus Daði fann sig engan veginn.vísir/epaEf ekki hefði verið fyrir vörslu Bjögga á lokasekúndunni þá hefði liðið farið heim strax eftir leik. Réttast hefði verið að Serbarnir hefðu skorað því strákarnir áttu ekki skilið að fara áfram eftir frammistöðu kvöldsins Þessi lokakafli var í einu orði sagt ömurlegur hjá íslenska liðinu. Algjört gjaldþrot. Menn urðu ragir. Fóru á taugum. Höfðu ekki hugrekki til þess að klára leikinn. Köstuðu boltanum frá sér og vörnin eitt stórt gatasigti. Serbarnir höfðu ekkert fyrir því að skora. Strákarnir voru eins og lafhræddir kettlingar. Köstuðu boltanum á milli sín og biðu eftir því að einhver gerði hlutina í stað þess að gera þá sjálfir. Algjörlega kjarklausir. Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Eftir að hafa byrjað þetta mót glæsilega þá köstuðu strákarnir EM ofan í klósettið. Þeir geta engum nema sjálfum sér kennt um það. Það sem átti að vera för í milliriðil með tvö stig varð að sneypuför á endanum. Liðið hafði ekki karakter þegar upp var staðið til þess að fara lengra. Alvöru lið klára lið eins og laskaða Serba. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á EM fyrir tveimur árum síðan. Framfaraskref voru tekin á síðasta móti en liðið tók tvö skref til baka í Split. Það er miður og spurning hvort Geir Sveinsson fái að halda áfram með liðið? EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Strákarnir okkar eru á heimleið eftir hörmungarkvöld í Split. Okkar menn töpuðu fyrir Serbíu, 29-26. Þriggja marka tapið hefði komið Íslandi áfram ef Króatía hefði unnið Svíþjóð. Af því varð ekki því Svíarnir voru frábærir í kvöld og pökkuðu heimamönnum saman. Ég var ekki með sérstaka tilfinningu fyrir leikinn. Drullustressaður og nagaði neglurnar síðasta klukkutímann fram að leik. Óttaðist að þetta yrði erfitt sem varð raunin. Strákarnir komust yfir 1-0 en síðan tók Serbía frumkvæðið. Leiddi en íslenska liðið var aldrei langt undan. Sóknarleikurinn var samt allt of passífur og hægur taktur í spilinu. Það var ekki sá kraftur í liðinu sem maður var að vonast eftir. Aron var samt loksins að finna línuna og mörk þaðan sem og úr horni. Rúnar og Óli aftur á móti ragir.Aron náði ekki að leiða liðið upp úr riðlinum.vísir/epaVið komumst yfir í 9-8 en það var 12-12 í hálfleik. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Björgvins, hann varði tíu skot í hálfleiknum, þá hefði liðið verið vel undir í hálfleik. Guðjón Valur skoraði sex mörk en aðrir áttu miklu meira inni. Það voru strax batamerki í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar vaknaði til lífsins og strákarnir fóru að keyra upp hraðann. Meiri kraftur í liðinu sem maður saknaði í fyrri hálfleik. Smám saman náðu strákarnir tökum á leiknum og er 18 mínútur lifðu leiks komst liðið í 20-16 og fékk tækifæri til þess að ganga frá leiknum. Tvö hraðaupphlaup fóru í súginn er liðið hefði getað verið að klára leikinn. Í kjölfarið lögðu strákarnir niður vopnin. Hættu að spila sinn bolta. Fóru að verja forskotið og allt fór í baklás. Síðustu 18 mínútur leiksins tapast 13-6 og Serbía vann þriggja marka sigur. Ævintýralegt hrun á öllum sviðum leiksins.Janus Daði fann sig engan veginn.vísir/epaEf ekki hefði verið fyrir vörslu Bjögga á lokasekúndunni þá hefði liðið farið heim strax eftir leik. Réttast hefði verið að Serbarnir hefðu skorað því strákarnir áttu ekki skilið að fara áfram eftir frammistöðu kvöldsins Þessi lokakafli var í einu orði sagt ömurlegur hjá íslenska liðinu. Algjört gjaldþrot. Menn urðu ragir. Fóru á taugum. Höfðu ekki hugrekki til þess að klára leikinn. Köstuðu boltanum frá sér og vörnin eitt stórt gatasigti. Serbarnir höfðu ekkert fyrir því að skora. Strákarnir voru eins og lafhræddir kettlingar. Köstuðu boltanum á milli sín og biðu eftir því að einhver gerði hlutina í stað þess að gera þá sjálfir. Algjörlega kjarklausir. Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Eftir að hafa byrjað þetta mót glæsilega þá köstuðu strákarnir EM ofan í klósettið. Þeir geta engum nema sjálfum sér kennt um það. Það sem átti að vera för í milliriðil með tvö stig varð að sneypuför á endanum. Liðið hafði ekki karakter þegar upp var staðið til þess að fara lengra. Alvöru lið klára lið eins og laskaða Serba. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á EM fyrir tveimur árum síðan. Framfaraskref voru tekin á síðasta móti en liðið tók tvö skref til baka í Split. Það er miður og spurning hvort Geir Sveinsson fái að halda áfram með liðið?
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira