Heimför eftir hræðilegan lokakafla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt átta marka sinna gegn Serbum. vísir/ernir Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið. EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira