Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Davíð Oddsson í sögumannshamnum í miðri forsetakosningabaráttu þar sem gamla brýnið lék á als oddi og sýndi kunnuglega takta. Vísir/Anton „Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“ Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
„Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“
Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25