Stephens er ein af meira en hundrað fórnarlömbum Nassar sem er sakaður um misnotkun og kynferðisbrot í starfi sínu sem læknis bandaríska fimleikalandsliðsins.
Larry Nassar var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með myndefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni.
Á síðustu vikum og mánuðum hefur hver fimleikakonan á fætur annarri stigið fram og sagt frá ofbeldi hins 54 ára gamla Nassar. Simone Biles, margfaldur Ólympíumeistari, var sú nýjasta til að segja frá kynferðisofbeldi Nassar gagnvart sér.
Nassar þarf nú að horfast í augu við fórnarlömb sín en þær koma hver á fætur annarri og segja heiminum frá misnotkun hans í réttarsalnum.
Nassar misnotaði Kyle Stephens frá því að hún var sex ára þar til að hún varð tólf ára gömul.
Hún lýsti því sem Nassar gerði við sig á þessum sex árum. „Þú notaðir líkamann minn í sex ára til að seðja eigin kynlífsþörf. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Kyle Stephens meðal annars.
Hér fyrir neðan má hlusta og horfa á Kyle Stephens horfast í augu við Larry Nassar og flytja þessa áhrifamiklu ræðu. Við verðum samt að vara viðkvæma við að horfa á þetta enda lýsingar á framkomu Nassar hræðilegar.
'Little girls don't stay little forever. They grow into strong women that return to destroy your world.'
Kyle Stephens confronts former USA Gymnastics team doctor Larry Nassar at his sentencing [WARNING: Graphic] pic.twitter.com/MGpepEVYER
— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2018