Hvíta húsið múlbatt Bannon Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:43 Steven Bannon sést hér ganga af fundi nefndarinnar. Vísir/Getty Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52