Fimmtán ára tennisskona búin að sextánfalda verðlunaféð sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 17:00 Marta Kostyuk. Vísir/Getty Marta Kostyuk er yngsti tennisspilarinn sem kemst áfram í þriðju umferð á risamóti frá árinu 1997. Hún sjálf er fædd um mitt ár 2002. Marta Kostyuk tryggði sér sæti í þriðju umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis með því að vinna Olivia Rogowska 6-3 og 75. Kostyuk, sem var í 521. sæti á heimslistanum fyrir mótið, er frá Úkraínu og mætir löndu sinni Elina Svitolina í 32 manna úrslitunum. Það eru liðið 21 ár síðan svo ung tenniskona komst svo langt á risamóti eða síðan að Mirjana Lucic-Baroni náði því á opna bandaríska mótinu árið 1997. Martina Hingis var hinsvegar sú síðasta sem náði svona unga að komast í þriðju umferðina á opna ástralska mótinu. Hingis afrekaði það 1996.IN-CRED-I-BLE 15-year-old @marta_kostyuk becomes the youngest to reach 3R at a Grand Slam since 1997 d #Rogowska 6-3 7-5. #AusOpenpic.twitter.com/orKp97CK4m — #AusOpen (@AustralianOpen) January 17, 2018 Marta Kostyuk kann vel við sig í Melbourne því hún vann opna ástralska unglingamótið þar í fyrra. „Ég var svo heppin að hafa spilað úrslitaleik á þessum velli í fyrra. Ég þekkti það því að spila á svona stórum velli,“ sagði Marta Kostyuk eftir sigurinn. Marta Kostyuk hafði unnið fimm þúsund pund á ferli sínum fyrir opna ástralska mótið en er nú þegar búin að tryggja sér að minnsta kosti 82 þúsund pund. Hún er því þegar búin að sextánfalda verðlunaféð sitt.Excited to be in #ausopen 3R! I wonder if @yonex_com will let me use this racquet for my next match pic.twitter.com/OzeDjSO20C — Marta Kostyuk (@marta_kostyuk) January 17, 2018 „Ég veit aðeins hvernig ég ætla eyða þessu. Kannski kaupi ég gjafir fyrir fjölskyldu mína en ég á stóra fjölskyldu. Svo kaupi ég eitthvað fyrir mig líka,“ sagði Marta Kostyuk. Umboðsmaður hennar er Ivan Ljubicic sem er einnig þjálfari svissnesku tennisgoðsagnarinnar Roger Federer. Tennis Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Marta Kostyuk er yngsti tennisspilarinn sem kemst áfram í þriðju umferð á risamóti frá árinu 1997. Hún sjálf er fædd um mitt ár 2002. Marta Kostyuk tryggði sér sæti í þriðju umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis með því að vinna Olivia Rogowska 6-3 og 75. Kostyuk, sem var í 521. sæti á heimslistanum fyrir mótið, er frá Úkraínu og mætir löndu sinni Elina Svitolina í 32 manna úrslitunum. Það eru liðið 21 ár síðan svo ung tenniskona komst svo langt á risamóti eða síðan að Mirjana Lucic-Baroni náði því á opna bandaríska mótinu árið 1997. Martina Hingis var hinsvegar sú síðasta sem náði svona unga að komast í þriðju umferðina á opna ástralska mótinu. Hingis afrekaði það 1996.IN-CRED-I-BLE 15-year-old @marta_kostyuk becomes the youngest to reach 3R at a Grand Slam since 1997 d #Rogowska 6-3 7-5. #AusOpenpic.twitter.com/orKp97CK4m — #AusOpen (@AustralianOpen) January 17, 2018 Marta Kostyuk kann vel við sig í Melbourne því hún vann opna ástralska unglingamótið þar í fyrra. „Ég var svo heppin að hafa spilað úrslitaleik á þessum velli í fyrra. Ég þekkti það því að spila á svona stórum velli,“ sagði Marta Kostyuk eftir sigurinn. Marta Kostyuk hafði unnið fimm þúsund pund á ferli sínum fyrir opna ástralska mótið en er nú þegar búin að tryggja sér að minnsta kosti 82 þúsund pund. Hún er því þegar búin að sextánfalda verðlunaféð sitt.Excited to be in #ausopen 3R! I wonder if @yonex_com will let me use this racquet for my next match pic.twitter.com/OzeDjSO20C — Marta Kostyuk (@marta_kostyuk) January 17, 2018 „Ég veit aðeins hvernig ég ætla eyða þessu. Kannski kaupi ég gjafir fyrir fjölskyldu mína en ég á stóra fjölskyldu. Svo kaupi ég eitthvað fyrir mig líka,“ sagði Marta Kostyuk. Umboðsmaður hennar er Ivan Ljubicic sem er einnig þjálfari svissnesku tennisgoðsagnarinnar Roger Federer.
Tennis Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira