Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 15:30 Sambærileg íbúð á Stúdentagörðum er leigð út á 90 þúsund krónur. Vísir Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast. Húsnæðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast.
Húsnæðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira