Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 14:11 Lárus Welding, sitjandi, ásamt lögmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segist hafa gengið inn í ákveðna framkvæmd varðandi viðskipti með eigin hlutabréf í bankanum þegar hann hóf þar störf í september árið 2007. Valgarð segist hafa verið ráðinn til starfa sérstaklega til að sjá um erlend verðbréfaviðskipti. Hann hafði starfað við stýringu erlendra hlutabréfa hjá Kaupþingi í þrjú ár áður en hann tók til starfa hjá Glitni. Hann hafi því ekki fylgst með viðskiptum með innlend bréf á hverjum degi. Valgarð segir að það hafi verið alkunna á markaði að stunda viðskipti með eigin hlutabréf eins og tíðkaðist í Glitni. „Þetta er ákveðin framkvæmd sem ég gekk inn í. Ég er ekki að réttlæta hana og ég ákvað ekki þessa stefnu. Þetta er eitthvað sem er þekkt á markaði,” sagði Valgarður. „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa fyrir hönd bankans og það var það sem mér fannst spennandi. Það fylgdi þessari deild að þetta var fámenn deild. Við vorum þrír í upphafi og síðan tveir.“Ekkert gaf tilefni til að áætla að framkvæmdin hafi verið ólögleg Valgarður taldi sig aldrei hafa farið út fyrir þær heimildir sem voru til staðar um viðskipti með eigin bréf bankans. „Það var ekkert sem gaf tilefni til þess að áætla að þessi framkvæmd væri ekki samkvæmt lögum.“ Valgarð segist hafa litið á Magnús Pálma Örnólfsson, þáverandi forstjóra eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, sem sinn yfirmann. Hann hafi þó ráðfært sig við Jónas Guðmundsson, sem einnig er ákærður, um stöðu á markaði og átt í meiri samskiptum við hann. Hann segist hafa litið á viðskipti með innlend bréf sem tól til að auka tækifæri fjárfesta til að eiga viðskipti á markaði. „Með því að auka dýpt markaðarins þá eru bréfin seljanlegri eða hægt að kaupa meira. Það var gert, það er sú framkvæmd sem var viðhöfð.“Ráðfærði sig við Pétur Valgarð segir að þar sem hann og Jónas hafi verið um hríð einu starfsmenn deildarinnar hafi það orðið til þess að þeir hafi leyst hvorn annan af. Þá hafi hann tekið að sér viðskipti með innlend bréf. Hann segist ekki muna eftir því að í upphafi dags hafi verið rætt um hvernig ætti að haga viðskipti með eigin bréf en að á þessum tíma hafi verið mikið um fréttir, innlendar sem og erlendar, sem hafi haft áhrif á skoðanir manna. Aðspurður um viðskipti í október, um mánuði eftir að hann hóf störf, í nafni Péturs Jónassonar sem einnig er ákærður í málinu, segir hann vel geta verið að hann hafi ráðfært sig við Pétur. Eftir að Pétur hafi verið færður yfir í gjaldeyrisstýringu bankans hafi hann þó setið á nánast sama bletti og Jónas og Valgarð. Pétur gaf þá skýringu á viðskiptum í hans nafni sem skráð eru eftir að hann var færður til að hann hafi verið að aðstoða Valgarð sem var þá tiltölulega nýr í starfi.Unnið í að finna „plöggera“ Saksóknari lagði fram símtal Valgarðs við regluvörð bankans meðal gagna málsins. Þar bendir regluvörður á að bankinn sé kominn yfir 5% heimild sína í eigin viðskiptum. Þar segir Valgarð að verð sé að „vinna í því að finna einhverja plöggera.“ Eftir að regluvörður spyr hvort að það þurfi ekki að flagga viðskiptin segir Valgarð að það þurfi „að komast að einhverri niðurstöðu bara með Lalla líka“ og á hann þar við Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra bankans. Valgarð segist þó ekki hafa þekkt Lárus og að með þessu orðalagi hafi hann líklega verið að slá um sig með því að nefna hann á nafn. „Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna,“ sagði hann. Aðspurður um það orðalag að finna „plöggera“ segir hann að líklega hafi einfaldlega verið um að ræða almenna fjárfesta, en ekki að eitthvað saknæmt athæfi. Valgarð tók undir með þeim Pétri og Jónasi sem báru vitni fyrir dómi í morgun um að hafa aldrei fengið fyrirmæli frá Lárusi Welding um hvernig hann skyldi haga fjárfestingum með eigin bréf bankans. Þá sagðist hann heldur ekki hafa fengið fyrirmæli frá Jóhannesi Baldurssyni, þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, þess efnis. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segist hafa gengið inn í ákveðna framkvæmd varðandi viðskipti með eigin hlutabréf í bankanum þegar hann hóf þar störf í september árið 2007. Valgarð segist hafa verið ráðinn til starfa sérstaklega til að sjá um erlend verðbréfaviðskipti. Hann hafði starfað við stýringu erlendra hlutabréfa hjá Kaupþingi í þrjú ár áður en hann tók til starfa hjá Glitni. Hann hafi því ekki fylgst með viðskiptum með innlend bréf á hverjum degi. Valgarð segir að það hafi verið alkunna á markaði að stunda viðskipti með eigin hlutabréf eins og tíðkaðist í Glitni. „Þetta er ákveðin framkvæmd sem ég gekk inn í. Ég er ekki að réttlæta hana og ég ákvað ekki þessa stefnu. Þetta er eitthvað sem er þekkt á markaði,” sagði Valgarður. „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa fyrir hönd bankans og það var það sem mér fannst spennandi. Það fylgdi þessari deild að þetta var fámenn deild. Við vorum þrír í upphafi og síðan tveir.“Ekkert gaf tilefni til að áætla að framkvæmdin hafi verið ólögleg Valgarður taldi sig aldrei hafa farið út fyrir þær heimildir sem voru til staðar um viðskipti með eigin bréf bankans. „Það var ekkert sem gaf tilefni til þess að áætla að þessi framkvæmd væri ekki samkvæmt lögum.“ Valgarð segist hafa litið á Magnús Pálma Örnólfsson, þáverandi forstjóra eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, sem sinn yfirmann. Hann hafi þó ráðfært sig við Jónas Guðmundsson, sem einnig er ákærður, um stöðu á markaði og átt í meiri samskiptum við hann. Hann segist hafa litið á viðskipti með innlend bréf sem tól til að auka tækifæri fjárfesta til að eiga viðskipti á markaði. „Með því að auka dýpt markaðarins þá eru bréfin seljanlegri eða hægt að kaupa meira. Það var gert, það er sú framkvæmd sem var viðhöfð.“Ráðfærði sig við Pétur Valgarð segir að þar sem hann og Jónas hafi verið um hríð einu starfsmenn deildarinnar hafi það orðið til þess að þeir hafi leyst hvorn annan af. Þá hafi hann tekið að sér viðskipti með innlend bréf. Hann segist ekki muna eftir því að í upphafi dags hafi verið rætt um hvernig ætti að haga viðskipti með eigin bréf en að á þessum tíma hafi verið mikið um fréttir, innlendar sem og erlendar, sem hafi haft áhrif á skoðanir manna. Aðspurður um viðskipti í október, um mánuði eftir að hann hóf störf, í nafni Péturs Jónassonar sem einnig er ákærður í málinu, segir hann vel geta verið að hann hafi ráðfært sig við Pétur. Eftir að Pétur hafi verið færður yfir í gjaldeyrisstýringu bankans hafi hann þó setið á nánast sama bletti og Jónas og Valgarð. Pétur gaf þá skýringu á viðskiptum í hans nafni sem skráð eru eftir að hann var færður til að hann hafi verið að aðstoða Valgarð sem var þá tiltölulega nýr í starfi.Unnið í að finna „plöggera“ Saksóknari lagði fram símtal Valgarðs við regluvörð bankans meðal gagna málsins. Þar bendir regluvörður á að bankinn sé kominn yfir 5% heimild sína í eigin viðskiptum. Þar segir Valgarð að verð sé að „vinna í því að finna einhverja plöggera.“ Eftir að regluvörður spyr hvort að það þurfi ekki að flagga viðskiptin segir Valgarð að það þurfi „að komast að einhverri niðurstöðu bara með Lalla líka“ og á hann þar við Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra bankans. Valgarð segist þó ekki hafa þekkt Lárus og að með þessu orðalagi hafi hann líklega verið að slá um sig með því að nefna hann á nafn. „Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna,“ sagði hann. Aðspurður um það orðalag að finna „plöggera“ segir hann að líklega hafi einfaldlega verið um að ræða almenna fjárfesta, en ekki að eitthvað saknæmt athæfi. Valgarð tók undir með þeim Pétri og Jónasi sem báru vitni fyrir dómi í morgun um að hafa aldrei fengið fyrirmæli frá Lárusi Welding um hvernig hann skyldi haga fjárfestingum með eigin bréf bankans. Þá sagðist hann heldur ekki hafa fengið fyrirmæli frá Jóhannesi Baldurssyni, þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, þess efnis.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59
Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17