Dæmi um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. janúar 2018 19:00 Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur. Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur.
Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00