Rúnar var með tíu mörk í þremur leikjum á EM 2018 og skotnýting hans var 46 prósent.
Rúnar byrjaði á því að tala um EM 2016 þar sem íslenska liðið missti líka af sæti í millriðli þrátt fyrir frábæran sigur á Noregi í fyrsta leik.
„Eitt stærsta persónulega svekkelsi mitt sem handboltamaður var EM í Póllandi, ég hef unnið í mínum málum síðan til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur,“ skrifaði Rúnar en bætti svo við.
„Þetta mót er þar af leiðandi svekkelsi af sömu stærðargráðu, nema í staðinn fyrir að vera skúffaður af óréttlæti eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan,“ skrifaði Rúnar.
Þetta mót er þar af leiðandi svekkelsi af sömu stærðargráðu, nema í staðinn fyrir að vera skúffaður af óréttlæti eru vonbrigðin einungis út í mig sjálfan
— Rúnar Kárason (@runarkarason) January 18, 2018
„Og það er bara hægt að halda áfram, ég veit það. Er sannfærður um að með eigin eljusemi og nýju liði á næsta ári eigi ég eftir að byrja sjá það besta frá sjálfum mér,“ skrifaði Rúnar.
Hann hefur líka fengið stuðning á samfélagsmiðlum og er þakklátur fyrir það:
„Takk fyrir stuðningin, sorry með skituna. Góðir hlutir munu gerast, um það er ég handviss,“ skrifaði Rúnar.