Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Atli Ísleifsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 19. janúar 2018 09:30 Gestir íslensku veislunnar skemmtu sér konunglega Vísir/Atli Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala. Forseti Íslands Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala.
Forseti Íslands Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira