Renault – Nissan – Mitsubishi segjast stærstir Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2018 09:54 Renault - Nissan - Mitsubishi segist nú framleiða fleiri fólksbíla en Volkswagen Group. Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen Group þá átti fyrirtækið frábært söluár í fyrra og seldi alls 10,74 milljón bíla og jók söluna um 4,3% frá fyrra ári. Sérstaklega átti fyrirtækið frábæran desembermánuð en þá seldi það 998.800 bíla og jók söluna um 8,5% frá desember árið áður. En eftir að Renault – Nissan keypti stóran hlut í Mitsubishi reiknar fyrirtækið alla sölu fyrirtækjanna þriggja saman. Hún nam ríflega 10,6 milljón bíla í fyrra og segir að hún sé meiri en hjá Volkswagen Group þar sem Volkswagen Group tekur sölu á Scania og MAN trukkaframleiðendunum með í sinni heildarbílasölu og nam sala þessara tveggja trukkamerkja 200.000 bílum. Með því sé fólksbílasala Renault – Nissan – Mitsubishi meiri en hjá Volkswagen Group. Inní sölu Renault – Nissan – Mitsubishi eru bílamerkin Dacia, Datsun og hið rússneska AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla, en öll þessi fyrirtæki tilheyra Renault – Nissan. Víst er þó að Toyota er í þriðja sætinu þegar kemur að heildarsölu með 10,35 milljón bíla sölu í fyrra en í þeirri tölu er sala Toyota, Lexus, Daihatsu og Hino. Toyota áætlar að selja 10,5 milljón bíla í ár. Þegar kemur að lúxusbílamerkjum trónir Mercedes Benz á toppnum með 2,3 milljón bíla sölu, BMW í öðru sæti með 2,08 milljón bíla og Audi í því þriðja með 1,87 milljón bíla sölu í fyrra. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen Group þá átti fyrirtækið frábært söluár í fyrra og seldi alls 10,74 milljón bíla og jók söluna um 4,3% frá fyrra ári. Sérstaklega átti fyrirtækið frábæran desembermánuð en þá seldi það 998.800 bíla og jók söluna um 8,5% frá desember árið áður. En eftir að Renault – Nissan keypti stóran hlut í Mitsubishi reiknar fyrirtækið alla sölu fyrirtækjanna þriggja saman. Hún nam ríflega 10,6 milljón bíla í fyrra og segir að hún sé meiri en hjá Volkswagen Group þar sem Volkswagen Group tekur sölu á Scania og MAN trukkaframleiðendunum með í sinni heildarbílasölu og nam sala þessara tveggja trukkamerkja 200.000 bílum. Með því sé fólksbílasala Renault – Nissan – Mitsubishi meiri en hjá Volkswagen Group. Inní sölu Renault – Nissan – Mitsubishi eru bílamerkin Dacia, Datsun og hið rússneska AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla, en öll þessi fyrirtæki tilheyra Renault – Nissan. Víst er þó að Toyota er í þriðja sætinu þegar kemur að heildarsölu með 10,35 milljón bíla sölu í fyrra en í þeirri tölu er sala Toyota, Lexus, Daihatsu og Hino. Toyota áætlar að selja 10,5 milljón bíla í ár. Þegar kemur að lúxusbílamerkjum trónir Mercedes Benz á toppnum með 2,3 milljón bíla sölu, BMW í öðru sæti með 2,08 milljón bíla og Audi í því þriðja með 1,87 milljón bíla sölu í fyrra.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent