Nánast með svuntuna í útkalli á Ármannsfelli Benedikt Bóas skrifar 2. janúar 2018 07:00 Um 20 björgunarsveitarmenn fóru af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið um klukkan sjö þegar flestir voru að borða áramótasteikina. „Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
„Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira