„Stærsta skref í jafnréttismálum síðan konur fengu kosningarétt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 22:00 Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women segir að það sé nú hlutverk karla að taka frumkvæði í MeToo umræðunni og líta í eigin barm. Vísir/Stefán Það var frábært frumkvæði hjá þessu öfluga fyrirtæki á Norðfirði að standa fyrir þessum fundi,“ segir Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Magnús Orri hélt fund um karlmenn og MeToo umræðuna í Egilsbúð í Neskaupstað í dag á vegum Síldarvinnslunnar. 70 manns mættu á fundinn, bæði konur og karlar. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Síldarvinnslunnar er var opinn öllum fyrir Austan. Magnús Orri fjallaði um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi ekki síst í ljósi nýrra viðhorfa sem tengjast #metoo byltingunni. Í máli hans kom fram hvatning til karlmanna um að endurskoða viðhorf sín og hegðun í garð kvenna. Á fyrirlestrinum lásu þær Ingibjörg Þórðardóttir, Birta Sæmundsdóttir og Sólveig Helga Björgúlfsdóttir frásagnir kvenna sem orðið hafa fyrir áreitni. Magnús Orri sagði í símaviðtali við Reykjavík síðdegis að fyrirtækið hafi tekið þessa ákvörðun til þess að auka vitund karlmanna um það sem er að gerast og bylgjuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu vikur. „Konur eru að stíga fram og segja, við erum búnar að fá nóg.“ Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum Síldarvinnslunnar. Í samtali við Stundina sagði hann að konum verði að líða vel á vinnustað. Sjá einnig: Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Magnús Orri segir að erlendir birgjar og framleiðendur véla og tækja stundi að senda slík dagatöl til viðskiptavina sinna úti um allan heim. Hann segir að Gunnþór hafi gefið það út að hann vilji ekki fá slík dagatöl send í framtíðinni. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Vísir Flestallir gerst sekir „Hann sagði við þessa aðila hérna heima, „Ég vil ekki sjá þessi dagatöl, að þau séu send hingað austur til okkar. Við ætlum heldur ekki að eiga viðskipti við fyrirtæki hér á landi sem eru ennþá með svona sorp uppi á veggjum.“ Þetta eru alvöru menn þarna fyrir Austan,“ segir Magnús Orri. Hann segir umræðuna um dagatölin samt aðeins pínulítinn hluta af því sem er að gerast. Magnús Orri segir að konur hafi orðið fyrir ofbeldi í svo ótrúlega langan tíma, eins og komið hefur fram síðustu vikur í MeToo umræðunni. „Við karlmennirnir erum svolítið að vakna til vitundar um að núverandi ástand er bara alls ekki nógu gott.“ Hann segir viðmiðin í samfélaginu ganga á rétt helmings mannkyns. Hann segir að þessi staða snerti flesta karlmenn. „Vissulega eru karlmenn sem ganga yfir línurnar og eru sekir um ofbeldi en ég held að meginþorri karlmanna, ef ekki við allir, höfum gerst sekir um einhverskonar þátttöku í einhverri menningu. Það er það sem við þurfum að horfa í við strákarnir og það er okkar svona stærsta hlutverk í rauninni.“ Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir þennan áhugaverða tíma í síðan MeToo byltingin fór á flug hér á landi og það sem er að gerast í umræðunni núna. „Ég held að við þurfum öll að vera meðvituð um það að eru í rauninni stórkostlega sögulegir tímar og ég held að þetta sé stærsta skref í jafnréttismálum síðan konur fengu kosningarétt sko fyrir hundrað árum síðan.“ Þurfum að vera meðvituð Magnús Orri segir að nú þurfi karlmenn að líta í eigin barm og sýna mikið hugrekki og taka á þessum málum til jafns við konurnar. „Við höfum öll tekið þátt í einhverri menningu í gegnum tíðina og ég held að nú sé bara nóg komið, nú gengur þetta ekkert lengur. Við þurfum að vera meðvituð um það og sífellt að velta fyrir okkur hvað við segjum, hvernig við högum okkur, hvernig við látum vegna þess að það gamla mun ekkert ganga neitt lengur.“ Hann telur að Metoo umræðan sé ekki endilega að fjara út og nú sé það kannski hlutverk karla að taka frumkvæði í umræðunni og líta í eigin barm. Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. MeToo Jafnréttismál Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Það var frábært frumkvæði hjá þessu öfluga fyrirtæki á Norðfirði að standa fyrir þessum fundi,“ segir Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Magnús Orri hélt fund um karlmenn og MeToo umræðuna í Egilsbúð í Neskaupstað í dag á vegum Síldarvinnslunnar. 70 manns mættu á fundinn, bæði konur og karlar. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Síldarvinnslunnar er var opinn öllum fyrir Austan. Magnús Orri fjallaði um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi ekki síst í ljósi nýrra viðhorfa sem tengjast #metoo byltingunni. Í máli hans kom fram hvatning til karlmanna um að endurskoða viðhorf sín og hegðun í garð kvenna. Á fyrirlestrinum lásu þær Ingibjörg Þórðardóttir, Birta Sæmundsdóttir og Sólveig Helga Björgúlfsdóttir frásagnir kvenna sem orðið hafa fyrir áreitni. Magnús Orri sagði í símaviðtali við Reykjavík síðdegis að fyrirtækið hafi tekið þessa ákvörðun til þess að auka vitund karlmanna um það sem er að gerast og bylgjuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu vikur. „Konur eru að stíga fram og segja, við erum búnar að fá nóg.“ Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum Síldarvinnslunnar. Í samtali við Stundina sagði hann að konum verði að líða vel á vinnustað. Sjá einnig: Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Magnús Orri segir að erlendir birgjar og framleiðendur véla og tækja stundi að senda slík dagatöl til viðskiptavina sinna úti um allan heim. Hann segir að Gunnþór hafi gefið það út að hann vilji ekki fá slík dagatöl send í framtíðinni. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Vísir Flestallir gerst sekir „Hann sagði við þessa aðila hérna heima, „Ég vil ekki sjá þessi dagatöl, að þau séu send hingað austur til okkar. Við ætlum heldur ekki að eiga viðskipti við fyrirtæki hér á landi sem eru ennþá með svona sorp uppi á veggjum.“ Þetta eru alvöru menn þarna fyrir Austan,“ segir Magnús Orri. Hann segir umræðuna um dagatölin samt aðeins pínulítinn hluta af því sem er að gerast. Magnús Orri segir að konur hafi orðið fyrir ofbeldi í svo ótrúlega langan tíma, eins og komið hefur fram síðustu vikur í MeToo umræðunni. „Við karlmennirnir erum svolítið að vakna til vitundar um að núverandi ástand er bara alls ekki nógu gott.“ Hann segir viðmiðin í samfélaginu ganga á rétt helmings mannkyns. Hann segir að þessi staða snerti flesta karlmenn. „Vissulega eru karlmenn sem ganga yfir línurnar og eru sekir um ofbeldi en ég held að meginþorri karlmanna, ef ekki við allir, höfum gerst sekir um einhverskonar þátttöku í einhverri menningu. Það er það sem við þurfum að horfa í við strákarnir og það er okkar svona stærsta hlutverk í rauninni.“ Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir þennan áhugaverða tíma í síðan MeToo byltingin fór á flug hér á landi og það sem er að gerast í umræðunni núna. „Ég held að við þurfum öll að vera meðvituð um það að eru í rauninni stórkostlega sögulegir tímar og ég held að þetta sé stærsta skref í jafnréttismálum síðan konur fengu kosningarétt sko fyrir hundrað árum síðan.“ Þurfum að vera meðvituð Magnús Orri segir að nú þurfi karlmenn að líta í eigin barm og sýna mikið hugrekki og taka á þessum málum til jafns við konurnar. „Við höfum öll tekið þátt í einhverri menningu í gegnum tíðina og ég held að nú sé bara nóg komið, nú gengur þetta ekkert lengur. Við þurfum að vera meðvituð um það og sífellt að velta fyrir okkur hvað við segjum, hvernig við högum okkur, hvernig við látum vegna þess að það gamla mun ekkert ganga neitt lengur.“ Hann telur að Metoo umræðan sé ekki endilega að fjara út og nú sé það kannski hlutverk karla að taka frumkvæði í umræðunni og líta í eigin barm. Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
MeToo Jafnréttismál Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27