Andri Rúnar segir í viðtali við heimasíðu sænska liðsins Helsingborg að hann sé á leiðinni með íslenska landsliðinu til Indónesíu frá 6. til 16. janúar næstkomandi.
Vi säger grattis till Andri Runar Bjarnason som blivit uttagen till det isländska landslaget!
Intervju och mer info https://t.co/RY5AjLfzSUpic.twitter.com/jE17YG3I3a
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) January 3, 2018
Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Ólafur Ingi Skúlason höfðu allir komið inn í upprunalega hópinn og nú bætist Andri Rúnar við.
„Ég er mjög spenntur enda hefur þetta verið draumur minn frá því að ég var lítill strákur,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason í viðtalinu á heimasíðu Helsingborg sem sjá má hér fyrir neðan.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk í 22 leikjum í Pepsi-deild karla síðasta sumar og jafnaði þar með markamet þeirra Péturs Péturssonar, Guðmundar Torfasonar, Þórðar Guðjónssonar og Tryggva Guðmundssonar.