Risastór janúarmánuður í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR taka á móti Stólunum í kvöld. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltaárið byrjar með miklum látum því úrslitavika bikarkeppninnar og fjórar umferðir í deildinni eru spilaðar í janúarmánuði. Liðin sem komast alla leið í bikarúrslitin spila því sex leiki í janúar og þann sjöunda síðan á öðrum af fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar. Liðin sem um ræðir eru því að fara að spila sjö leiki á 30 dögum. Þetta er mikil breyting fyrir karlaliðin sem hafa oftast spilað aðeins einn leik á viku það sem af er keppnistímabilinu. Domino´s deildar liðin sem eru í undanúrslitunum í ár eru KR, Haukar og Tindastóll en fjórða liðið er síðan 1. deildarlið Breiðabliks. Hjá konum komust í undanúrslitin Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík. Þessi lið munu því hafa einstaklega mikið að gera í upphafi ársins. Nýja landsleikjahléið í febrúar sér nefnilega til þess að bikarkeppnin fer nú fram einum mánuði fyrr en vanalega eða aðra helgina í janúar. Landsleikjahléið tekur hinsvegar pláss í febrúar þar sem engir leikir fara fram í deildinni á sama tíma. Það er ljóst á þessu að það skiptir miklu máli hversu dugleg liðin hafa verið að æfa yfir hátíðirnar enda álagið mikið í upphafi ársins. Þjálfararnir hafa því þurft að finna rétta blöndu af æfingum og jólalúxus ef vel á að fara á fyrstu vikum nýs árs. Bikarúrslitavika Maltbikarsins hefst með undanúrslitaleikjum karla miðvikudaginn 10. janúar en undanúrslitaleikir kvenna eru daginn eftir og úrslitaleikirnir fara síðan fram laugardaginn 13.janúar. Fyrsta umferðin eftir jólafrí hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sama tíma (klukkan 19.15) mætast einnig Valur og Keflavík á Hlíðarenda, Stjarnan og Höttur í Garðabæ og svo Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Umferðin klárast síðan annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Íslenska körfuboltaárið byrjar með miklum látum því úrslitavika bikarkeppninnar og fjórar umferðir í deildinni eru spilaðar í janúarmánuði. Liðin sem komast alla leið í bikarúrslitin spila því sex leiki í janúar og þann sjöunda síðan á öðrum af fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar. Liðin sem um ræðir eru því að fara að spila sjö leiki á 30 dögum. Þetta er mikil breyting fyrir karlaliðin sem hafa oftast spilað aðeins einn leik á viku það sem af er keppnistímabilinu. Domino´s deildar liðin sem eru í undanúrslitunum í ár eru KR, Haukar og Tindastóll en fjórða liðið er síðan 1. deildarlið Breiðabliks. Hjá konum komust í undanúrslitin Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík. Þessi lið munu því hafa einstaklega mikið að gera í upphafi ársins. Nýja landsleikjahléið í febrúar sér nefnilega til þess að bikarkeppnin fer nú fram einum mánuði fyrr en vanalega eða aðra helgina í janúar. Landsleikjahléið tekur hinsvegar pláss í febrúar þar sem engir leikir fara fram í deildinni á sama tíma. Það er ljóst á þessu að það skiptir miklu máli hversu dugleg liðin hafa verið að æfa yfir hátíðirnar enda álagið mikið í upphafi ársins. Þjálfararnir hafa því þurft að finna rétta blöndu af æfingum og jólalúxus ef vel á að fara á fyrstu vikum nýs árs. Bikarúrslitavika Maltbikarsins hefst með undanúrslitaleikjum karla miðvikudaginn 10. janúar en undanúrslitaleikir kvenna eru daginn eftir og úrslitaleikirnir fara síðan fram laugardaginn 13.janúar. Fyrsta umferðin eftir jólafrí hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sama tíma (klukkan 19.15) mætast einnig Valur og Keflavík á Hlíðarenda, Stjarnan og Höttur í Garðabæ og svo Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Umferðin klárast síðan annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum