Risastór janúarmánuður í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR taka á móti Stólunum í kvöld. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltaárið byrjar með miklum látum því úrslitavika bikarkeppninnar og fjórar umferðir í deildinni eru spilaðar í janúarmánuði. Liðin sem komast alla leið í bikarúrslitin spila því sex leiki í janúar og þann sjöunda síðan á öðrum af fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar. Liðin sem um ræðir eru því að fara að spila sjö leiki á 30 dögum. Þetta er mikil breyting fyrir karlaliðin sem hafa oftast spilað aðeins einn leik á viku það sem af er keppnistímabilinu. Domino´s deildar liðin sem eru í undanúrslitunum í ár eru KR, Haukar og Tindastóll en fjórða liðið er síðan 1. deildarlið Breiðabliks. Hjá konum komust í undanúrslitin Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík. Þessi lið munu því hafa einstaklega mikið að gera í upphafi ársins. Nýja landsleikjahléið í febrúar sér nefnilega til þess að bikarkeppnin fer nú fram einum mánuði fyrr en vanalega eða aðra helgina í janúar. Landsleikjahléið tekur hinsvegar pláss í febrúar þar sem engir leikir fara fram í deildinni á sama tíma. Það er ljóst á þessu að það skiptir miklu máli hversu dugleg liðin hafa verið að æfa yfir hátíðirnar enda álagið mikið í upphafi ársins. Þjálfararnir hafa því þurft að finna rétta blöndu af æfingum og jólalúxus ef vel á að fara á fyrstu vikum nýs árs. Bikarúrslitavika Maltbikarsins hefst með undanúrslitaleikjum karla miðvikudaginn 10. janúar en undanúrslitaleikir kvenna eru daginn eftir og úrslitaleikirnir fara síðan fram laugardaginn 13.janúar. Fyrsta umferðin eftir jólafrí hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sama tíma (klukkan 19.15) mætast einnig Valur og Keflavík á Hlíðarenda, Stjarnan og Höttur í Garðabæ og svo Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Umferðin klárast síðan annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Íslenska körfuboltaárið byrjar með miklum látum því úrslitavika bikarkeppninnar og fjórar umferðir í deildinni eru spilaðar í janúarmánuði. Liðin sem komast alla leið í bikarúrslitin spila því sex leiki í janúar og þann sjöunda síðan á öðrum af fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar. Liðin sem um ræðir eru því að fara að spila sjö leiki á 30 dögum. Þetta er mikil breyting fyrir karlaliðin sem hafa oftast spilað aðeins einn leik á viku það sem af er keppnistímabilinu. Domino´s deildar liðin sem eru í undanúrslitunum í ár eru KR, Haukar og Tindastóll en fjórða liðið er síðan 1. deildarlið Breiðabliks. Hjá konum komust í undanúrslitin Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík. Þessi lið munu því hafa einstaklega mikið að gera í upphafi ársins. Nýja landsleikjahléið í febrúar sér nefnilega til þess að bikarkeppnin fer nú fram einum mánuði fyrr en vanalega eða aðra helgina í janúar. Landsleikjahléið tekur hinsvegar pláss í febrúar þar sem engir leikir fara fram í deildinni á sama tíma. Það er ljóst á þessu að það skiptir miklu máli hversu dugleg liðin hafa verið að æfa yfir hátíðirnar enda álagið mikið í upphafi ársins. Þjálfararnir hafa því þurft að finna rétta blöndu af æfingum og jólalúxus ef vel á að fara á fyrstu vikum nýs árs. Bikarúrslitavika Maltbikarsins hefst með undanúrslitaleikjum karla miðvikudaginn 10. janúar en undanúrslitaleikir kvenna eru daginn eftir og úrslitaleikirnir fara síðan fram laugardaginn 13.janúar. Fyrsta umferðin eftir jólafrí hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sama tíma (klukkan 19.15) mætast einnig Valur og Keflavík á Hlíðarenda, Stjarnan og Höttur í Garðabæ og svo Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Umferðin klárast síðan annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira