Breska tölvuleikjaþróunarfyrirtækið Sumo Digital hefur keypt starfsstöð íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP í Newcastle-borg. Leikjavefsíðan Game Informer greinir frá.
Með breytingunum flytja 34 starfsmenn CCP Newcastle í starfsstöð Sumo Digital í Newcastle sem mun nú heita Sumo Digital Newcastle.
Sumo Digital er þekkt fyrir fjölbreytni í leikjaframleiðslu og hefur framleitt leiki á borð við Sonic All-Stars Racing og Crackdown 3 sem gefinn verður út á Xbox One og PC á þessu ári.
Greint var frá því í fyrra að um þrjátíu starfsmönnum CCP, sem til að mynda hefur gefið út Eve: Valkyrie, hefði verið sagt upp til viðbótar við tugi annarra á starfsstöðvum erlendis og var þá greint frá því að starfsstöð tölvuleikjaframleiðandans í Newcastle yrði einnig selt.
Kaupa starfsstöð CCP í Newcastle

Tengdar fréttir

Eigendur CCP sagðir íhuga sölu
Talið að söluvirði CCP gæti verið rúmlega 100 milljarðar.

Forstjóri CCP vill enn kasta krónunni
Aldrei stóð til að flytja höfuðstöðvar CCP úr landi, segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri fyrirtækisins. CCP hagnaðist um 21,5 milljónir dala í fyrra. Vill enn kasta krónunni og taka upp annan gjaldmiðil.

Tugir missa vinnuna hjá CCP
Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, er einn þeirra sem missa vinnuna við breytingarnar.