Hún kom inn í mótið í 83. sæti á heimslistanum og engin önnur hefur unnið opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa verið svo neðarlega á heimslistanum.
Sloane Stephens var með samning við Under Armour íþróttaframleiðandann en hann rann út í fyrra og hún hafði í framhaldinu úr mörgu að velja eftir frábæran árangur sinn síðasta haust.
Under Armour, sem gerði saminginn við hana árið 2010 þegar hún var algjörlega óþekkt, bauð henni nýjan samning en það gerðu líka Adidas og Uniqlo. Hún ákvað hinsvegar að semja við Nike og tilkynnti um nýjan samning á samfélagsmiðlum sínum.
I am so excited to share with you all that I have officially joined the @Nike@Nikecourt family!!! pic.twitter.com/5A7iGcULR6
— Sloane Stephens (@SloaneStephens) January 4, 2018
Sloane Stephens er 24 ára gömul og eins og er í 11. sæti heimslistans. Henni gekk ekki alltof vel að fylgja eftir sigrinum á opna bandaríska í septemberbyrjun en framundan er síðan fyrsta risamót ársins sem er opna ástralska mótið.