Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:12 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig. Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig.
Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51
Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16