„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 22:00 Það var nóg skotið upp við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld. vísir/egill Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda