Það bárust góð tíðindi af Ryan Shazier, leikmanni Pittsburgh Steelers, í gær en hann varð fyrir mjög alvarlegum meiðslum fyrr í vetur.
Svo alvarlegum að hann lamaðist og hefur ekki fundið fyrir fótunum sínum síðan. Þar til í gær er það rofaði loksins til hjá þessum harðjaxli.
Shazier hefur náð að mæta á síðustu leiki Steelers og horfa úr stúkunni sem var jákvætt skref fram á við. Hann hefur þó ekkert gengið þó svo það hafi ekki verið staðfest. Fjölskylda hans hefur ekkert viljað tjá sig nákvæmlega um hversu illa hann er farinn.
Faðir hans staðfesti þó í gær að hann væri aftur komin með tilfinningu í fæturna. Fram undan er þó margra mánuða endurhæfing og afar ólíklegt að hann eigi eftir að spila aftur fyrir Steelers.
Shazier kominn með tilfinningu í fæturna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn




Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn