Hversu mikið situr þú? Unnur Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2018 14:13 Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun