Geir: Þetta er bara staðan á okkur í dag og við höfum verk að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2018 19:39 Geir Sveinsson. Vísir/Eyþór Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira