Geir: Þetta er bara staðan á okkur í dag og við höfum verk að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2018 19:39 Geir Sveinsson. Vísir/Eyþór Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir. EM 2018 í handbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira