Strembið í Stuttgart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2018 06:00 Patrick Wiencek skorar annað tveggja marka sinna í leiknum gegn Íslandi. vísir/getty Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá. EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira