Fótbolti

Fjölnir skellti Íslandsmeisturunum

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Úr leik Fjölnis og Víkings í sumar.
Úr leik Fjölnis og Víkings í sumar. Vísir/Stefán
Undirbúningur liða í Pepsi-deild karla í fótbolta fyrir komandi tímabil er kominn á fullt.

Fyrsti leikur Reykjavíkurmótsins fór fram í Egilshöll í dag og áttust þar við íslandsmeistarar Vals og Fjölnir.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, tefldi fram sterku liði, þrátt fyrir að öfluga menn hafi vantað í lið íslandsmeistaranna.

Þar á meðal var markmaðurinn öflugi, Anton Ari Einarsson fjarverandi, en hann er í landsliðsverkefni með U-21 árs landsliði Íslands. Í hans stað spilaði Sveinn Sigurður Jóhannesson, sem gekk í raðir Vals í gær.

Grafarvogsliðið fór með 4-2 sigur, eftir að hafa leitt 2-1 í hálfleik. Síðasta mark leiksins skoraði hinn 16 ára gamli Jóhann Árni Gunnarsson með skoti af löngu færi.

Kom það stuttu eftir að fyrrum Valsarinn Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir.

Markaskorara má sjá hér að neðan, í boði fotbolti.net.

0-1 Arnar Sveinn Geirsson ('25)

1-1 Hans Viktor Guðmundsson ('41)

2-1 Birnir Snær Ingason ('44)

2-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('45, víti)

3-2 Þórir Guðjónsson ('75)

4-2 Jóhann Árni Gunnarsson ('82)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×