Tekst Fálkunum að stöðva sóknarvél Hrútanna? | Úrslitakeppni NFL hefst á Stöð 2 Sport Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 20:30 Það hefur fáum tekist að stöðva Gurley á þessu tímabili, hér skilur hann Titans vörnina eftir. Vísir/getty Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira
Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira