Veittust að lögreglumönnum eftir líkamsárás í heimahúsi Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 07:19 Lögreglan hafði nóg að gera í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Eyþór Veist var að lögreglumönnum í heimahúsi í Hraunbæ í Árbæ í gærkvöldi eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás í íbúðinni. Tveir menn voru handteknir, en lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu til að yfirbuga mennina sem veittust að lögreglumönnum. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborginni, þar sem fjölmargar tilkynningar bárust um eld í gámum, bílum, ruslagámum, blaðagámum og fleira. Má leiða að því líkum að þar hafi verið um elda að ræða sem hafi verið kveiktir með flugeldum. Um hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem stúlka hafði verið slegin í andlitið með glasi þannig að tennur brotnuðu. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerendur hafi verið á staðnum.Var að sniglast í kringum fyrirtæki Um klukkan fjögur í nótt var karlmaður handtekinn á Höfða þar sem hann var að sniglast í kringum fyrirtæki. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var ekki með nein skilríki, og var hann því vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.Ökumanni kippt úr bílnum Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að verið væri að ræna bíl í Kópavogi. Ökumanni hafði þá verið kippt út úr bílnum, hann skilinn eftir og bílnum ekið á brott. Um fimm mínútum síðar var bíllinn stöðvaður og tveir menn handteknir. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.Veittist að lögreglumönnum Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um karlmann í tökum dyravarða á veitingastað í miðbænum. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í banni á viðkomandi veitingastað. Hann var færður í fangamóttöku við Hverfisgötu þar sem hann veittist að lögreglumönnum. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan fjögur óskuðu dyraverðir á veitingastað eftir aðstoð þar sem þeir voru með tvo menn í tökum sem höfðu veist að þeim. Tveir menn voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Dyravörður sleginn í andlitið Í dagbók lögreglu segir að eftir klukkan fimm í morgun var dyravörður í miðborginni sleginn í andlitið. Vitað er um hver var þar að verki en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flugeldar Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Veist var að lögreglumönnum í heimahúsi í Hraunbæ í Árbæ í gærkvöldi eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás í íbúðinni. Tveir menn voru handteknir, en lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu til að yfirbuga mennina sem veittust að lögreglumönnum. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborginni, þar sem fjölmargar tilkynningar bárust um eld í gámum, bílum, ruslagámum, blaðagámum og fleira. Má leiða að því líkum að þar hafi verið um elda að ræða sem hafi verið kveiktir með flugeldum. Um hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem stúlka hafði verið slegin í andlitið með glasi þannig að tennur brotnuðu. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerendur hafi verið á staðnum.Var að sniglast í kringum fyrirtæki Um klukkan fjögur í nótt var karlmaður handtekinn á Höfða þar sem hann var að sniglast í kringum fyrirtæki. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var ekki með nein skilríki, og var hann því vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.Ökumanni kippt úr bílnum Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að verið væri að ræna bíl í Kópavogi. Ökumanni hafði þá verið kippt út úr bílnum, hann skilinn eftir og bílnum ekið á brott. Um fimm mínútum síðar var bíllinn stöðvaður og tveir menn handteknir. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.Veittist að lögreglumönnum Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um karlmann í tökum dyravarða á veitingastað í miðbænum. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í banni á viðkomandi veitingastað. Hann var færður í fangamóttöku við Hverfisgötu þar sem hann veittist að lögreglumönnum. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan fjögur óskuðu dyraverðir á veitingastað eftir aðstoð þar sem þeir voru með tvo menn í tökum sem höfðu veist að þeim. Tveir menn voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Dyravörður sleginn í andlitið Í dagbók lögreglu segir að eftir klukkan fimm í morgun var dyravörður í miðborginni sleginn í andlitið. Vitað er um hver var þar að verki en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Flugeldar Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira