Merkel og Schulz hefja stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 10:35 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira