Merkel og Schulz hefja stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 10:35 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira