Hlynur: Þýðir ekki að vera sprunginn eftir þrjár mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. janúar 2018 21:21 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður. vísir/ernir „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira