Volkswagen stærst með 10,7 milljónir seldra bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 15:42 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent
Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent