Volkswagen stærst með 10,7 milljónir seldra bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 15:42 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent
Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent