Volkswagen stærst með 10,7 milljónir seldra bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 15:42 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Nú eru sölutölur síðasta árs hjá bílaframleiðendum að skila sér og Volkswagen hefur birt tölur um sölu í fyrra. Þær reyndust hærri en nokkru sinni fyrr, eða 10,7 milljónir seldra bíla. Toyota hefur ekki enn birt tölur, en búist er við 10,35 milljón bíla sölutölu þaðan. Innan Volkswagen Group bílasamstæðunnar eru fleiri bílamerki að finna en bara Volkswagen, því Audi, Porsche, Skoda, Seat, Bugatti, Lamborghini, Bentley, MAN og Scania merkin tilheyra einnig samstæðunni. Hjá Toyota teljast einnig með merkin Lexus, Daihatsu og Hino. Volkswagen Group seldi 10,3 milljónir bíla árið 2016 og því er vöxturinn nú rétt um 4% á milli ára. Toyota áætlar að vöxtur í sölu frá 2016 til 2017 sé um 2% og því helmingi minni en hjá Volkswagen Group.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent