Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Oprah Winfrey, forseti Bandaríkjanna? vísir/afp Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira