Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 08:37 Vindaspá Veðurstofu Íslands núna klukkan 9. veðurstofa Íslands Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22
Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08