Ford eykur við framleiðslu Fiesta Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 11:45 Ford Fiesta er gríðarvinsæll bíll í Bretlandi og Þýskalandi. Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent
Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent