Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:11 Bæði Oprah og Ivanka hafa verið orðaðar við Hvíta húsið árið 2020. Vísir/Getty Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var innblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. Ræða Opruh vakti gríðarlega athygli og hefur hún verið orðuð við forsetaembættið síðustu daga. Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna. Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018 Ivanka hefur nú verið gagnrýnd fyrir að styðja bæði föður sinn forsetann og Time‘s Up en fjöldi kvenna hefur sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni og og kynferðisofbeldi. Forsetinn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum en mörgum þykir það hræsni að Ivanka telji sig geta staðið við bakið á honum og talað gegn ofbeldi. Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum. Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast. Bandaríkin Donald Trump Golden Globes Tengdar fréttir Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var innblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. Ræða Opruh vakti gríðarlega athygli og hefur hún verið orðuð við forsetaembættið síðustu daga. Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna. Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018 Ivanka hefur nú verið gagnrýnd fyrir að styðja bæði föður sinn forsetann og Time‘s Up en fjöldi kvenna hefur sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni og og kynferðisofbeldi. Forsetinn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum en mörgum þykir það hræsni að Ivanka telji sig geta staðið við bakið á honum og talað gegn ofbeldi. Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum. Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast.
Bandaríkin Donald Trump Golden Globes Tengdar fréttir Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55