Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 17:45 Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu á síðasta ári til þess að sprengja flugelda og fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu. Flugeldar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu.
Flugeldar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda