Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 17:45 Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu á síðasta ári til þess að sprengja flugelda og fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu. Flugeldar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu.
Flugeldar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira