Guðni hvetur til flugeldakaupa Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 22:46 Guðni keypti greinilega hóflega mikið af flugeldum í ár og styrkti þannig björgunarsveitirnar. Hann vill að fólk láti það ógert að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Facebook/Jakob Guðnason „Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“ Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“
Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36