Mögnuð endurkoma Curry Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. desember 2017 09:16 Steph Curry var góður í nótt. vísir/getty Steph Curry snéri aftur á völlin með látum þegar Golden State Warriors mætti Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Curry meiddist á ökkla í byrjun desember og hefur ekki komið við sögu í síðustu ellefu leikjum meistaranna. Það var þó ekki að sjá á frammistöðu hans í nótt að hann hefði misst af neinu, því hann skoraði 38 stig og þar af 10 úr 13 þriggja stiga skotum. Enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga skot í einum leik til þessa á tímabilinu. Það var stutt gamanið hjá Draymond Green í leiknum, en hann fékk tvær tæknivillur á 47 sekúndum snemma í öðrum leikhluta sem þýddi að hann var rekinn úr húsi. Kevin Durant skoraði 20 stig og níu stoðsendingar fyrir Warriors og Klay Thompson átti 21 stig í öruggum 141-128 sigri. Kristaps Porzingis hafði betur gegn Anthony Davis og Demarcus Cousins í baráttu stóru mannanna sem af mörgum eru taldir bestir í deildinni þegar New York Knicks mættu New Orleans Pelicans. Knicks hafa ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í vetur, unnið 3 og tapað 12, en þeir fóru heim frá New Orleans með 105-103 sigur þar sem Porzingis átti magnaðar lokamínútur. Hann skoraði sjö stig í röð á loka mínútu leiksins og jafnaði leikinn eftir að Knicks höfðu verið yfir í hálfleik. Jarrett Jack nýtti sér að vörn Pelicans var að einbeita sér að Porzingis, fiskaði tvö víti á lokasekúndunum sem hann setti niður og tryggði Knicks sigurinn. Þrátt fyrir tapið áttu Cousins og Davis samt mjög góðanleik, Davis setti niður 31 stig, tók níu fráköst og varði fimm skot á meðan Cousins skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst.AD with the statement!#DoItBigpic.twitter.com/yt2SbBiROH — NBA (@NBA) December 31, 2017 LeBron James hélt upp á 33 ára afmælið sitt með tapi fyrir Utah Jazz. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í röð og James hefur ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum á heimavelli Utah. Cleveland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhlutann með 10 stigum. Þeir töpuðu hins vegar næstu tveimu leikhlutum og þeim þriðja með 12 stigum. Lokatölur urðu 104-101 fyrir Jazz.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans – New York Knicks 103-105 Utah Jazz – Cleveland Cavaliers 104-101 Denver Nuggets – Philadelphia 76er 102-107 Detroit Pistons – San Antonio Spurs 93-79 Orlando Magic – Miami Heat 111-117 Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 104-89 Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 141-128 NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Steph Curry snéri aftur á völlin með látum þegar Golden State Warriors mætti Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Curry meiddist á ökkla í byrjun desember og hefur ekki komið við sögu í síðustu ellefu leikjum meistaranna. Það var þó ekki að sjá á frammistöðu hans í nótt að hann hefði misst af neinu, því hann skoraði 38 stig og þar af 10 úr 13 þriggja stiga skotum. Enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga skot í einum leik til þessa á tímabilinu. Það var stutt gamanið hjá Draymond Green í leiknum, en hann fékk tvær tæknivillur á 47 sekúndum snemma í öðrum leikhluta sem þýddi að hann var rekinn úr húsi. Kevin Durant skoraði 20 stig og níu stoðsendingar fyrir Warriors og Klay Thompson átti 21 stig í öruggum 141-128 sigri. Kristaps Porzingis hafði betur gegn Anthony Davis og Demarcus Cousins í baráttu stóru mannanna sem af mörgum eru taldir bestir í deildinni þegar New York Knicks mættu New Orleans Pelicans. Knicks hafa ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í vetur, unnið 3 og tapað 12, en þeir fóru heim frá New Orleans með 105-103 sigur þar sem Porzingis átti magnaðar lokamínútur. Hann skoraði sjö stig í röð á loka mínútu leiksins og jafnaði leikinn eftir að Knicks höfðu verið yfir í hálfleik. Jarrett Jack nýtti sér að vörn Pelicans var að einbeita sér að Porzingis, fiskaði tvö víti á lokasekúndunum sem hann setti niður og tryggði Knicks sigurinn. Þrátt fyrir tapið áttu Cousins og Davis samt mjög góðanleik, Davis setti niður 31 stig, tók níu fráköst og varði fimm skot á meðan Cousins skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst.AD with the statement!#DoItBigpic.twitter.com/yt2SbBiROH — NBA (@NBA) December 31, 2017 LeBron James hélt upp á 33 ára afmælið sitt með tapi fyrir Utah Jazz. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í röð og James hefur ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum á heimavelli Utah. Cleveland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhlutann með 10 stigum. Þeir töpuðu hins vegar næstu tveimu leikhlutum og þeim þriðja með 12 stigum. Lokatölur urðu 104-101 fyrir Jazz.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans – New York Knicks 103-105 Utah Jazz – Cleveland Cavaliers 104-101 Denver Nuggets – Philadelphia 76er 102-107 Detroit Pistons – San Antonio Spurs 93-79 Orlando Magic – Miami Heat 111-117 Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 104-89 Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 141-128
NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira